Starfsmenn og sérhæfing

Um Allir Sáttir - Þjónusta og starfsmenn.

Þjónusta

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun  er gagnleg aðferð fyrir tvo eða fleiri aðila til að leita lausnar á ágreiningi. Sáttamiðlari er óháður og hlutlaus aðili sem stýrir sáttaferlinu og hjálpar þátttakendum að finna lausn á ágreiningi og komast að sameiginlegri lausn sem allir aðilar eru sáttir við. 

Ráðgjöf

Við sérhæfum okkur í ráðgjöf í samskiptum inn á heimilum, í skólum og á vinnustöðum. Sérstök áhersla er lögð á samskiptum foreldra og barna og aðstoð við að leita lausna í eineltismálum í skólum og á vinnustöðum.

Handleiðsla

Við bjóðum upp á faghandeiðslu bæði fyrir einstaklinga og vinnustaði. 

Einkahandleiðsla er mikilvæg til að bæta líðan einstaklinga í vinnu. Vellíðan í starfi og geta til að greina milli einkalífs og vinnu eykur hæfni í starfi og dregur úr veikindum vegna álags. Hóphandleiðsla á vinnustöðum eykur samheldni og samvinnu og getur verið sérstaklega miklvæg þar sem álag er mikið.

Fræðsla

Við bjóðum upp á margskonar fræðslu. Svo sem fræðslu um einelti í skólum og á vinnustöðum, sáttamiðlun, vinnustaðamenningu og uppeldi og samskipti. 

Einnig bjóðum við upp á samtöl og fræðslu fyrir þá sem vilja kynna sér hugvíkkandi efni í meðferðartilgangi.

Ráðgjafar

Sigurður Hólm Gunnarsson

Framkvæmdastjóri og ráðgjafi. 

Menntun

  • Forysta og stjórnum með áherslu á verkefnastjórnun • Háskólinn á Bifröst – 2023 (áætlað).
  • MAPS MDMA Therapy Training • MAPS (Multidisciplinary Association for Psychedelic Studies) – 2022.
  • Psychedelic-Assisted Therapy Training • Integrative Psychiatry Institute – 2022.
  • Vefmiðlun, diplóma • Háskóli Íslands – 2021.
  • Sáttamiðlun • Sáttamiðlaraskólinn – 2019.
  • Iðjuþjálfun BSc • Háskólinn á Akureyri – 2009.
  • Fjölmörg styttri námskeið/símenntun sem tengjast meðferðarvinnu, stjórnun o.fl.

    Störf og þátttaka í frjálsum samtökum

    • Eigandi og ráðgjafi hjá Allir Sáttir.
    • Framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá ráðgjafastofunni Tvö Heimili.
    • Eigandi og vefhönnuður hjá ProXima.
    • Forstöðumaður á Skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík frá 2010 til 2022. Heimilið var á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og var fyrir 13-18 ára ungmenni sem þurftu tímabundið að búa utan heimilis af ýmsum ástæðum.
    • Formaður Hugvíkkandi sem eru samtök áhugafólks um hugvíkkandi efni og voru stofnuð í september 2022.
    • Sat í stjórn Siðmenntar frá ca. 2000-2020.
    • Forstöðumaður á áfangaheimili fyrir fullorðna geðfatlaða í Reykjavík og sem deildarstjóri í búsetukjarna fyrir geðfatlaða í Reykjavík.
    • Framleiddi heimildarþátt um einelti. Þátturinn var sýndur á RÚV í mars 2003 og síðar gefinn út af Námsgagnastofnun.
    • Heldur úti vefmiðlinum Skoðun.

    Netfang: siggi@allirsattir.is

    Verðskrá

    Samtal

    • Einstaklingsviðtal: 20.000 kr.
    • Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 25.000 kr.
    • Eftirfylgni í síma eða rafrænt: 5.000 kr.

    Forfallagjald

    • Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður.
    • Rukkað er forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.
    Hjarta úr gróðri
    [happyforms id="458" /]

    Tímapantanir og spurningar