Einelti

Einelti er tegund ofbeldis sem á sér því miður oft stað innan skóla og vinnustaða. Mikilvægt er að bregðast við strax ef upp kemur grunur um einelti.

Einelti

Einelti er tegund ofbeldis sem á sér því miður oft stað innan skóla og vinnustaða. Afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar og því mikilvægt er að bregðast við strax ef upp kemur grunur um einelti. Það eru ekki bara þolendur sem þjást vegna eineltis. Huga þarf einnig að gerendum.

Við sérhæfum okkur í eineltismálum. Boðið er upp á fræðslu, ráðgjöf og sáttamiðlun. Þjónusta okkar til boða fyrir börn, foreldra, skólastofnanir, fyrirtæki, frjáls félagasamtök og aðra sem telja sig þurfa á aðstoð að halda. 

Þegar upp kemur einelti getur skipt miklu máli að taka sem fyrst á málinu og leita eftir aðstoð. 

Á vefsíðunni Skoðun hefur Sigurður Hólm fjallað töluvert um einelti.

 

Einelti – helvíti á jörð

Einelti – helvíti á jörð er heimildarþáttur sem Sigurður Hólm Gunnnarsson, framkvæmdastjóri hjá Allir Sáttir, framleiddi árið 2002. Þátturinn var sýndur fyrst á RÚV í mars 2003 og síðar gefinn út af Námsgagnastofnun. Í myndinni fjallar Sigurður um eigin reynslu af einelti í grunnskóla og tekur viðtöl við aðra þolendur og sérfræðinga um einelti.

 

Verðskrá

Samtal

  • Einstaklingsviðtal: 20.000 kr.
  • Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 25.000 kr.
  • Eftirfylgni í síma eða rafrænt: 5.000 kr.

Forfallagjald

  • Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður.
  • Rukkað er forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.
Hjarta úr gróðri
[happyforms id="458" /]

Tímapantanir og spurningar