Hugvíkkandi samtal

Fagleg fræðsla og samtöl um hugvíkkandi efni.

Hugvíkkandi samtal

Notkun hugvíkkandi efna í meðferðartilgangi hefur mikið verið til umræðu undanfarin ár enda hafa rannsóknir bent til þess að fagleg meðferð með slíkum efnum geti hjálpað fólki sem þjáist meðal annars af meðferðarþráu þunglyndi, áfallastreitu og kvíða.

Enn sem komið er þá eru þessi efni ólögleg hér á landi, hvort sem er til einkanota eða í meðferðartilgangi þó breytinga sé að vænta. Í september 2022 lögðu 22 þingmenn úr öllum flokkum fram þingsályktunartillögu um heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni.

Þrátt fyrir að notkun þessara efna sé enn ólögleg og því ekki mælt með notkun þeirra hér þá er það staðreynd að margir hafa notað eða ætla sér að nota þessi efni á eigin vegum. Til dæmis víða erlendis þar sem notkun er leyfileg.

Mikilvægt er að fólk sem ætlar sér að fara þessa leið geti leitað til fagaðila til að undirbúa ferðalagið* og ekki síður til að fá aðstoð við að vinna úr reynslunni í kjölfar notkunar. Enda hafa rannsóknir eindregið bent til þess að efnin sem slík séu ekki töfralausn heldur gagnlegt hjálpartæki í meðferð með reyndum fagaðilum.

Þess vegna bjóðum við upp á samtöl og fræðslu fyrir og eftir ferðalög sem fólk hefur eða ætlar að fara í.

Í slíkum samtölum er farið yfir hvernig sé best að undirbúa sig fyrir að nota hugvíkkandi efni. Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varst. Ef viðkomandi hefur þegar notað hugvíkkandi efni er boðið upp á samtöl um hvernig best sé að vinna úr reynslunni.

Sérþekking á hugvíkkandi efnum

Ráðgjafar okkar hafa lokið faglegu námi í meðferð með hugvíkkandi efnum (Psychedelic-Assisted Therapy) frá Integrative Psychiatry Institute og auk þess klárað ítarlegt námskeið frá MAPS (Multidisciplinary Association for Psychedelic Studies).

*ferðalag er oft notað yfir það þegar fólk tekur hugvíkkandi efni. 

Steinn í sólsetri
Heilinn tengingar

Nánar um hugvíkkandi efni

Hugvíkkandi (eða vitundarvíkkandi) efni eru náttúrleg eða manngerð efni sem valda afgerandi breytingum á skynjun notenda til skemmri tíma . Dæmi um slík efni eru sílósíbín (sem unnið er úr „ofskynjunarsveppum“), ketamín, LSD, DMT og MDMA. Öll þessi efni nema MDMA eru oft kölluð klassísk hugvíkkandi efni.

Mörg þessara efna hafa verið rannsökuð töluvert í meðferðarskyni og benda rannsóknir til þess að fagleg notkun þeirra geti hjálpað m.a. fólki með þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun til lengri tíma. Undanfarin ár hafa efnin sílosíbín, MDMA, LSD og ketamin verið rannsökuð mikið.

Nánari upplýsingar um hugvíkkandi efni á íslensku má finna á vef Hugvíkkandi – Samtök áhugafólks um hugvíkkandi efni

Verðskrá

Samtal

  • Einstaklingsviðtal: 20.000 kr.
  • Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 25.000 kr.
  • Eftirfylgni í síma eða rafrænt: 5.000 kr.

Forfallagjald

  • Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður.
  • Rukkað er forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.
Hjarta úr gróðri
[happyforms id="458" /]

Tímapantanir og spurningar