Ráðgjöf

Allir sáttir sérhæfir sig í ráðgjöf í samskiptum inn á heimilum, í skólum og á vinnustöðum.

Ráðgjöf í samskiptum

Allir sáttir sérhæfir sig í ráðgjöf í samskiptum inn á heimilum, í skólum og á vinnustöðum. Sérstök áhersla er lögð á aðstoð við að leita lausna í eineltismálum í skólum og á vinnustöðum. Einnig er unnið með samskipti foreldra og barna.

Einelti

Einelti er tegund ofbeldis sem á sér því miður oft stað innan skóla og vinnustaða. Afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar og því mikilvægt að bregðast við strax ef upp kemur grunur um einelti.

Það eru ekki bara þolendur sem þjást vegna eineltis. Huga þarf einnig að gerendum.

Samskipti foreldra og barna

Samskipti milli barna og foreldra geta oft verið flókin. Sérstaklega í kringum unglingsaldurinn. Þegar samskiptaörðugleikar koma upp getur verið gagnlegt að fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir samskiptin og aðstoða við að búa til samskiptaferla og heimilisbrag sem dregur úr ágreiningi.

Foreldrasamvinna

Ekki allir foreldrar búa saman og stundum kemur upp ágreiningur um uppeldi, umgengni og margt fleira. Ágreiningur foreldra bitnar fyrst og fremst á börnum og því mikilvægt þeirra vegna að bæta samskipti foreldra séu þau ekki góð.

Ráðgjafar hjá Allir Sáttir bjóða upp á ráðgjöf í foreldrasamvinnu. Sem dæmi býðst aðstoð við gerð sáttmála um foreldrasamvinnu. Slíkur sáttmáli er eins konar verklýsing á foreldrasamstarfinu sem gagnlegt er að gera strax í upphafi foreldrasamstarfs.

Verðskrá

Samtal

  • Einstaklingsviðtal: 20.000 kr.
  • Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 25.000 kr.
  • Eftirfylgni í síma eða rafrænt: 5.000 kr.

Forfallagjald

  • Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður.
  • Rukkað er forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.
Hjarta úr gróðri
[happyforms id="458" /]

Tímapantanir og spurningar