Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er gagnleg aðferð fyrir tvo eða fleiri aðila til að leita lausnar á ágreiningi.

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun  er gagnleg aðferð fyrir tvo eða fleiri aðila til að leita lausnar á ágreiningi. Sáttamiðlari er óháður og hlutlaus aðili sem stýrir sáttaferlinu og hjálpar þátttakendum að finna lausn á ágreiningi og komast að sameiginlegri lausn sem allir aðilar eru sáttir við.

Í sáttamiðlun spila deiluaðilarnir sjálfir stærsta hlutverkið en sáttamiðlari aðstoðar aðilana við að skilja stöðu sína, þarfir og sameiginlega hagsmuni.

Ferli sáttamiðlunar

  • Aðilar sammælast um að leysa ágreining sinn.
  • Aðilar hittast ásamt sáttamiðlara yfirleitt á hlutlausum stað.
  • Aðilar útskýra hvor fyrir öðrum þeirra upplifun af vandanum eða deilunni.
  • Hagsmunir og þarfir aðila eru ræddar.
  • Möguleikar að lausn eru settir upp.
  • Lausnin byggist upp á umræðum aðilanna.
  • Komist er að samkomulagi í sameiningu.

Hlutverk sáttamiðlara

  • Sáttamiðlari er ávallt hlutlaus.
  • ​​Sáttamiðlari tryggir að sjónarmið deiluaðila komi fram.
  • Sáttamiðlari sér til að allir geti komið með athugasemdir og tillögur að lausn.

Sáttavottorð

  • Náist sátt getur sáttamiðlari gefið út sáttavottorð.
  • Sáttamiðlara er  heimilt að gefa út sáttavottorð eftir að hafa tvíboðað aðila á fund og ef sáttafundir hafa ekki borið árangur.
  • Í sáttavottorði kemur fram hvaða fundir fóru fram, hvers efnis ágreiningur aðila er og hver afstaða aðila sé.
  • Sáttavottorð er gilt í sex mánuði og þurfa aðilar að stefna máli fyrir dómstól innan þess tímaramma.

Verðskrá

Samtal

  • Einstaklingsviðtal: 20.000 kr.
  • Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 25.000 kr.
  • Eftirfylgni í síma eða rafrænt: 5.000 kr.

Forfallagjald

  • Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður.
  • Rukkað er forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.
Hjarta úr gróðri
[happyforms id="458" /]

Tímapantanir og spurningar