Handleiðsla

Handleiðsla er góð aðferð til að hjálpa starfsmönnum að líða betur og þroskast í starfi.

Handleiðsla

Handleiðsla er góð aðferð til að hjálpa starfsmönnum að líða betur og þroskast í starfi. Í handleiðslu fær starfsmaður aðstoð við að átta sig á uppbyggingu vinnustaðarins, markmiðum starfsins og möguleikum sínum í vinnu.

Hvað er gert í handleiðslu?

  • Í handleiðslu fer starfsmaður með handleiðara yfir eigið starf, líðan á vinnustað og aðra þætti sem tengjast starfinu.
  • Hægt er að velja um einstaklingshandleiðslu og hóphandleiðslu.
  • Hóphandleiðsla hentar vel til að styrkja starfsmannahópa og samræma hugmyndafræði og vinnulag.
  • Allt það sem rætt er í handleiðslu er trúnaðarmál.

Í handleiðslu er unnið meðal annars að því:

  • að byggja upp og styrkja fagímynd.
  • að bæta skipulag til að komast yfir verkefni dagsins og fyrirbyggja streitu.
  • að skilja betur eigin viðbrögð og líðan í vinnu.
  • að bæta verklag og fagleg vinnubrögð.
  • að glöggva sig á skipuriti fyrirtækis/stofnunar, valddreifingu og ábyrgð.
  • að auka samskiptafærni.
  • að aðstoða starfsmenn að fóta sig á nýjum starfsvettvangi.
  • að efla faglega þróun.
  • að skilgreina óánægju í starfi.
  • að finna nýjar áherslur í starfi.

Í hóphandleiðslu:

  • situr hluti eða allur starfsmannahópurinn saman með handleiðarar.
  • kemur starfsmannahópurinn sér saman um vinnulag og viðmið.
  • er rætt um samstarf, áskoranir í starfi og leiðir til að bæta samskipti og líðan.

Verðskrá

Samtal

  • Einstaklingsviðtal: 20.000 kr.
  • Viðtal eða sáttamiðlun (tveir aðilar): 25.000 kr.
  • Eftirfylgni í síma eða rafrænt: 5.000 kr.

Forfallagjald

  • Tilkynna þarf forföll fyrir kl 15 deginum áður.
  • Rukkað er forfallagjald sem nemur helmingi við kostnað bókaðs tíma.
Hjarta úr gróðri
[happyforms id="458" /]

Tímapantanir og spurningar